myndlist - varúð auglýsing!
Embla Dís er fædd i Reykjavík 1969.Handverk og tjáning hafa átt hug hennar alla tíð
en hún fór þó ekki að mála fyrr en árið 2000.
Fram að því vann hún mest með leir, málm, tré og garn.
Hún er menntuð sem sjúkraliði og málmsmiður og
hefur unnið við bæði fögin en starfar nú hjá Iðjuþjálfun á Kleppi
sem aðstoðarmaður við handverk sjúklinga.
Í maí fluttist hún aftur til landsins eftir 5 ára dvöl í Danmörku
þar sem hún rak allsérstakt kaffihús, gallerí og tónleikastað
sem var myndskreyttur hátt og lágt af henni og öðrum.
Þetta er fyrsta sýning Emblu á Íslandi. Verkin, 25 talsins,
máluð með akrýl á striga eða á tré eru unnin á árunum 02-07.
Eitt mósaíkverk og skúlptúr úr rekaviði og málmi fá að fljóta með.
Flest verkin eru til sölu en nokkur eru þegar seld.
Opnun sýningarinnar er 16. febrúar klukkan 15 og mun hún standa í mánuð
í Glergalleríinu Iceglass við smábátahöfnina í Keflavík.
Lifið í friði.
<< Home