14.2.08

án titils

Jæja, einn af topp 10 dögunum yfir leiðinlegasta dag ársins er að kveldi kominn. Ég er með kvíðahnút yfir nóttinni, hann fór í rúmið með eina matskeið af vatni í maganum. Ég vona að hann fái að sofa.
Mig langar mest að grenja úr sjálfsvorkunn en hugsa að ég horfi á morðingjaþátt í staðinn. Ég hef að ég held ekkert sagt ykkur frá því en í vetur höfum við tekið upp og horft á heimildarmyndir um glæpamál og dísöss kræst men villidýrin sem hafa orðið til í þessu landi. Einn af "eftirlætis" þáttunum fjallaði um ofurvenjulega konu sem var alin upp á góðu heimili í sáttum systkinahópi en var með eitthvað örlítið bæklaðan fót sem olli einelti á unglingsárunum. Svo varð hún saumakona og giftist og svo skildi kallinn við hana eftir 16 hamingjusöm ár og saumastofan er lögð niður og hún gerist sjúkraliði og flytur til borgar þar sem hún endurkynnist gamalli vinkonu og gerist djammfélagi hennar.
Eitthvað hefur vinkonan farið í hana, kannski endurvakið eineltisminningar, eða var það að hún fékk lánaða hjá henni peninga og endurgreiddi svo ekki þegar hún náði að selja (man ekki hvað það var, föt eða skart eða eitthvað)? Alla veganna fór það svo að ofurvenjulega stundvísa og kurteisa yfirgefna fv. saumakonan og núverandi velliðinn sjúkraliði tekur vinkonu sína og gefur henni svefnlyf í te, skellir henni í baðkar, drekkir henni og geymir í pakka úti á svölum meðan hún heldur upp á 14 ára afmæli dóttur sinnar með fullt af börn í íbúðinni og leikur á alls oddi.
Svo daginn eftir brytjar hún hana niður í poka með verkfærum látins föður síns og svo fer hún með pokana einn af öðrum og skilur eftir á ýmsum stöðum í borginni. Fær m.a. 12 ára son sinn til að hjálpa sér með einn pokann, hann var svo þungur. En hausinn lét hún vera áfram úti á svölum og var að reyna að eyða honum, með sleggju og fleiru og endaði svo með því að setja hann í ofninn og stilla á sjálfhreinsunarprógrammið.
Sætt?
Engin útskýring. Hún er ekki geðveik, hún veit hvað hún gerði en ber fyrir sig einhvers konar minnisleysi. Flestir sérfræðinganna telja að um einhvers konar djúpa afbrýðisemi/minnimáttarkennd hafi verið að ræða. Lögfræðingurinn hennar ásakar megrunarlyfjablöndu sem hún var búin að vera að taka inn og hafði létt hana um 15 kíló á skömmum tíma.

Þessi saga var til að létta andrúmsloftið eftir allar ælusögurnar í dag.

Lifið í friði.