Evruvæðing Íslands
Þessa vikuna skokkaði ég í hálftíma og byrjaði í birtu. Það var góð tilfinning. Birta mín, komdu fagnandi.Þessa viku hef ég séð fullt af fólki sem hefur meikað það feitt og ennþá meira af fólki sem dreymir um að meika það feitt, ég var ein af þeim. 6 (eða 7?) fyrirlestrar og pallborðsumræður á tveimur dögum. Ég var dugleg kona. Verðandi bissnesskona. Eða ekki. Lærði margt skemmtilegt, m.a. að skilmerkilegustu skoðanakannanir sýna að það eru frekar vinstrisinnaðir, jafnvel öfgavinstrisinnaðir, sem stofna fyrirtæki í dag. Oft þá einsmannsfyrirtæki því þar er frelsið. Get borið vitni um það, frelsi en auðvitað samt líka binding. En góð binding.
Þessir dagar voru þó fyrir stærra og meira fyrirtæki en litla krúttið mitt, Parísardömuna.
Langflestir fyrirlesarar og ræðuhaldarar voru karlkyns. Nema á kvennaráðstefnunni, þar voru aðallega konur en stjórnandinn og "guðfaðirinn" (frá sponsfyrirtækinu) voru karlar. Guðfaðirinn sagði að þó ekki sæust margir karlar í salnum, liði honum síður en svo illa. Hann ætti þrjár stelpur sem allar stjórnuðu fyrirtækjum í dag. Hann var sætur gamall karl.
Stjórnandinn hóf allar spurningar á því að biðjast afsökunar á karlrembunni í þeim. Þær sneru glæsilega út úr fyrir honum og hófu umræðurnar langt yfir það plan að festast í pælingum um það hvort konur væru öðruvísi stjórnendur en karlar. Ég fylltist von og gleði við að sjá þær þarna 7 í röð, allar búnar að meika það feitt.
Í þessari viku hef ég mikið hlakkað til laugardagskvöldsins, en þá verður hið árlega og óborganlega kvennakvöld íslenskra kvenna í París haldið í xta sinn. Hef ekki nennt að finna út ártalið.
Ég hef ekki lesið Moggann, nema dánartilkynningarnar.
Ég hef næstum ekkert eldað, nema ferskasta þorsk sem hefur komið inn fyrir mínar varir á mánudag.
Ég hef ekkert haldið upp á kjötkveðjuhátíðina og ætla að borða kjöt á morgun og hinn.
Ég er örmagna en get ekki slitið mig frá blogglestri.
Ég er ekkert smá spennt að sjá hvað bíður mín í framtíðinni. Meika ég það Gústi?
Ef einhver hélt að ég ætlaði að tala um evruvæðingu Íslands má sá hinn sami rassskella sjálfan sig.
Lifið í friði.
<< Home