14.2.08

gubb

Kári er með gubbupest og ég er annað hvort meðvirk, of viðkvæm eða líka með gubbupest. Ég skilaði alla vega kaffinu mínu eftir að hann ældi mig alla út í morgun en svo drakk ég vatnsglas og hef haldið því niðri meðan hann heldur nákvæmlega engu niðri og er hvítur sem skítur.
Við fórum í gegnum alvöru kennslustund í fjögurra stiga viðbrögðum við löngun til að kasta upp: standa upp, taka fyrir munnin, hlaupa inn á klósett, æla. Hann er góður námsmaður, alveg eins og einkunnaspjaldið hans sýndi um daginn og brást algerlega rétt við þegar hann skilaði síðasta skammti af vatni.

Ég sé fram á undarlegan dag í nákvæmlega engum takti við áætlanir en þetta er víst hluti af þessum pakka að vera foreldri. Það kemur þó engan veginn til greina að ég missi af launuðu vinnunni á morgun, það er á tæru.

Lifið í friði.