9.1.08

vonbrigðin

Ég vona að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum ársins. Ætla a.m.k. ekki að reyna að lýsa þeim sem ég varð fyrir þegar ég áttaði mig á því að auðvitað er ég búin að lesa Sumarljósin. Ég lánaði bókina og hef ekki fengið til baka.
Og fannst því að ég ætti hana ekki, var nefninlega búin að taka góða syrpu í Jóni Kalman eftir að ég rakst á Sumarið bak við sveitina í gula húsinu sem ég fékk einu sinni lánað á Bergstaðastræti. Þegar ég sá að hann hafði fengið verðlaunin 2005 en ekki 2006 læddist að mér illur grunur. Ég reif hana þó úr plastinu og áttaði mig á fyrstu síðu. Þessi bók er slíkur konfektmoli að ég gæti lesið hana aftur ef ég myndi ekki aðeins of vel eftir endinum og teldi mig ekki alveg tilbúna í hann á ný.

Þannig að ég sit uppi með Samúel. Hvílík endemis vitleysa.

En ég er búin að fá vilyrði fyrir því að fá Óreiðu á striga lánaða brátt.

Og svo er náttúrulega ekki stutt í að skólinn hefjist, líklega tími á morgun.

Lifið í friði.