4.1.08

dugnaður

Ég er búin að vera svo dugleg í dag, að ég ætla að fá mér hvítvín aftur. Og sígó (börnin ekki heima).

Mig langar svo mikið að vera á Íslandi í kvöld að mig verkjar um allan líkamann. Ef ég væri á Íslandi, væri ég nefninlega á leið í eightís singstar partý. Þegar ég skrifa þetta sé ég að kannski er bara gott að ég verð ekki þar, hljóðhimnur myndu springa, maður minn.
En það eru svo sem ekki græjurnar sem valda verkjum, eiginlega finnst mér það sem ég þekki af singstar (blondínan hér í blokkinni er mjög dugleg við að halda singstar partý) mjög hallærislegt. Það er miklu frekar félagsskapurinn, allar þessar frænkur, öll þessi dýrmæti sem valda því að ég þjáist af löngun til að vera með.
OOOOOOHHH, af hverju á ég ekki einkaflugvél?

Og hvar í andskotanum er Mugison, ég er í alvöru farin að halda að þetta ræfilslega (en nota bene mjög smarta) hulstur, hafi verið tekið fyrir rusl. Sem minnir mig á að ég á alveg eftir að lesa grein um sorphirðunýjungar hér í Copavogure. Þegar ég sá greinina var það fyrsta sem ég hugsaði: Farin að blogga! (já ég er búin að horfa og mér fannst bara fínt, svona flest). En ég var þá á leið upp stigana með tvö örþreytt börn og mat í pokum svo ekkert varð úr nánari lestri né útlistunum á því hér.
En þannig er mál með vexti að hér á að fara að taka upp einhvers konar sogæðakerfi neðanjarðar og verður allt rusl sogað upp í þjöppunarstöð þar sem bílar sækja svo mun umfangsminna rusl en þeir gera hér í hverri götu nokkrum sinnum í viku í núverandi sorphirðumynd. Hljómar þetta vel? Vilhjálmur? Ha, æ, nei, ég meina Dagur? Viltu fá mig á fund í fyrramálið? Ég get mætt frá og með í kvöld, ef þú borgar.

Lifið í friði.