3.1.08

blendnar

það fylgja blendnar tilfinningar því að fara í gegnum barnafatahrúguna sem safnast hefur upp ofan á fataskápinn minn síðastliðin sex ár. Minningar um þau í þessum pínulitlu flíkum, ógeð á því hvað þetta er mikið, erfiðleikar við að ákveða hvað á að geyma. Ég er búin að borða heilan pakka af toblerone (frekar litlu stykki, ekki það minnsta en ekki svona risastórt, þið vitið) og drekka slatta af sykurlausu kóki. Nú langar mig í vín, en ég ætla að vera dugleg alveg þangað til að börnin koma heim aftur (og já, ég drekk vín fyrir framan börnin mín, skjóttu mig bara ef þú vilt).
Hrúgan sem á að fara í gjöf til þeirra sem minna mega sín er MUN stærri en hrúgan sem ég ætla að geyma. Það er afrek hjá safnaranum.

Á meðan hef ég verið að hlusta á útvarpið en það gengur eitthvað brösuglega, einhvers konar Groundhog Day syndróm í gangi.

Ég finn hvergi Mugison, hvert fór hann?

Lifið í friði.