aumingja tréð
Aumingja jólatréð stendur hér nakið og umkomulaust í stofunni. Ég hef ekki hugmynd um það hvort Copavogure hefur einhverjar lausnir varðandi þessa líklosun jólanna, þarf að athuga þetta á morgun.Mér finnst bara ekkert gaman að taka jólin niður og ætla að leyfa jólaljósunum að hanga eitthvað áfram uppi og aðventukransinum að loga hér á kvöldin.
Annars hvet ég ykkur til að lesa ræðu Miriam Rose um grunngildin. Til dæmis hjá Sigga Pönk í íslenskri þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl. Reyndar er síðan hans Sigga hrikaleg fyrir langa lesningu, dökkur bakgrunnur og hvítt letur. En lesið þetta, alveg frábær hugvekja. Mín bara táraðist.
Tvær tilvitnanir:
"Í þessu sambandi vil ég lesa úr ritgerð eftir rithöfundinn og Booker-verðlaunahafann Arundhati Roy:
Eina leiðin til þess að raungera lýðræðið er að hefja ferli stöðugrar
spurnar, viðvarandi ögrunar, og látlausrar opinberrar umræðu milli
borgaranna og ríkisins. Slíkt samtal er gríðarlega ólíkt þeirri samræðu
sem á sér stað á milli stjórnmálaflokka. (Fjölmiðlar telja að það að
kynna skoðanir ólíkra stjórnmálaflokka sé ?réttlát? umfjöllun).
Það er mikilvægt að muna að frelsi okkar, líkt og það er, var okkur ekki
fengið af neinni ríkisstjórn, heldur náðum við því frá þeim með
erfiðismunum. Ef við notum það ekki, ef við reynum það ekki af og til,
visnar það upp. Ef við stöndum ekki vörð um það statt og stöðugt, verðum
við svipt því. Ef við krefjumst ekki sífellt meira, stöndum við uppi með
sífellt minna. (Roy, 2005)"
"Það þarf bara eina áhyggjurödd til þess að svipta grímunni af valdinu, sem leiðir til þess að kerfinu er hafnað og persónuleg gildi eru endurreist. Það er engin furða að ríkisstjórnir geri sitt allra besta til þess að kæfa mótmæli við umdeildar áætlanir sínar."
En ég hvet ykkur, bið ykkur að lesa alla greinina.
Lifið í friði (og verið óþekk).
<< Home