4.1.08

út með dótið

5 pokar á stærð við IKEA-bréfpokana, 1 svartur ruslapoki. Allir troðfullir.

Og þetta eru bara barnafötin sem ég þarf að koma úr húsi.

Fullorðinsfötin eru þrír góðir pokar.

Samt geymi ég ýmislegt, sumt sem er frá því að við foreldrarnir vorum lítil, allt sem var handgert handa börnunum og sumt sem var bara einfaldlega of fallegt til að láta það.

Stór hrúga fór svo bara í ruslið, hvað var ég að hamast við að geyma blettótt föt?

Stór hrúga fer svo til fyrri eiganda, býst nú ekki við að hún vilji þetta, en þori ekki að láta án samþykkis.

Ég er með ónýtt skápapláss, fara út að kaupa eitthvað í það? Ó, nei, líklega fær maðurinn minn það undir bækur, það virðist allt aukapláss fara í slíkt núorðið, enda er hann orðinn stöndugur bissnesskall á netinu, vann sér m.a.s. inn slatta af pening í síðasta mánuði með bóksölunni þó líklega sé upphæðin klink í hugum stöndugra íslenskra bissnesskalla.

Og nú fer ég í prófarkarlestur. Og svo geri ég auglýsingapóst. Og svo... það er alltaf nóg að gera, þó maður sé verkefnalaus frílansari.

Lifið í friði.