6.1.08

að komast á snoðir

Það hefur ekki margt vatn runnið til sjávar síðan ungi maðurinn gekk bakdyramegin inn í bankaútibúið í Völvufelli og aftur út með einhverja summu án þess að starfsfólkið hefði græna glóru um einhvers konar viðbrögð. Er ég nokkuð undarleg að finnast þessi frétt fyndin?

Aðalhlátursrokan kom við lestur þessarar setningar:
"Sparisjóðurinn komst á snoðir um athæfið og hafði samband við lögreglu"
Starfsfólkið hlýtur að eiga skilinn bónus fyrir árvekni og hugrekki.

Verst að þetta var ekki EÖE að safna fyrir Oxfam, en lífið getur ekki verið eintómur Hrói Höttur.

Lifið í friði.