11.12.07

hálfnuð

Eitt búið, eitt eftir. Það er nú ekki auðvelt skal ég segja ykkur börnin góð, að skrifa í næstum þrjá klukkutíma. Vöðvarnir í handleggjum fólks hljóta að hafa breyst töluvert, hefur þetta verið rannsakað? Ég er a.m.k. með mikla skriftarverki í hægri framhandlegg. Og vöðvabólgan er töluvert slæm. Og svo fer ég út að hlaupa og geri æfingar í kvöld og verð eins og hræ í prófinu í fyrramálið.

Eigum við ekki bara að segja að ég hafi rúllað þessu upp í morgun? Ég þori ekki að athuga neitt af svörunum samt, ekki alveg viss á nokkrum (smá)atriðum þarna.

Veðrið hér er hið fallegasta, sól, logn og temmilega kalt. Yndislegt. Oh, hvað ég hlakka til að komast í jólastuð á morgun.

Lifið í friði.