árétting
Ég átti afmæli í gær, ekki í dag en tek að sjálfsögðu við hamingjuóskum fram yfir helgina og jafnvel lengur ef þið viljið.Ég er lengi búin að óska mér borvélarinnar og var búin að segja við manninn minn að hann mætti sko alveg gefa mér svoleiðis í afmælis- eða jólagjöf. Hins vegar myndi ég aldrei fyrirgefa honum að gefa mér ryksugu eða örbylgjuofn. Ég vil helst fá gjafir sem hafa notagildi en mér verður að geta þótt vænt um þær líka og borvélin mín gæti þess vegna fengið heiðurssæti í glerskápnum ásamt fallega postulíninu frá ömmu mannsins míns.
Svo fæ ég alveg pæjugjafir líka, svona fyrir ykkur sem gátuð haft áhyggjur af mér og mínum trukkalessutendensum. Vinkona mín (sú sem ekur á gangstéttum og fann bílastæðahús í Garðabænum, og lagði þar) gaf mér t.d. vörur úr uppáhaldsbúðinni minni, L'Occitane. Ég fór einmitt í unaðslegt bað í gær með ilmkúlum og spreyjaði svo á mig kölnarvatninu. Tengdamamma gefur mér líka alltaf einhverjar flíkur eða annað pæjó svo ég hef engar áhyggjur af því.
Ég bað mömmu og pabba um myndaorðabókina, þó með þeim fyrirvara að ég vil skoða hana fyrst, er eitthvað meira að frétta af villum í þeirri áhugaverðu bók?
Lifið í friði.
<< Home