14.8.07

sitt lítið

Umræður um Saving Iceland og mótmæli almennt urðu mun líflegri og umfangsmeiri en orðaskipti mín og Björns Fr. í morgun, hjá Stefáni Pálssyni í gær. Ekki misskilja mig Björn, gaman að ræða þetta við þig.
Hjá Stefáni er m.a. hnýtt í léleg kröfuspjöld og get ég ekki verið meira sammála. Hér sjáið þið slagorð sem er bæði hnyttið og oddhvasst.
Mér finnst að Stefán eigi að taka út fyrsta kommentið hjá sér. Það er moggabloggslegt sem hefur sömu merkingu og orðið ósmekklegt.

Annars varð ég fyrir ógurlega smáborgaralegu áfalli sem snertir matta málningu í stað glansandi, núna í hádeginu.

Ég er búin að fá tvö sms á skömmum tíma, en nenni ekki að leita að farsímanum mínum. Annað smáborgaravandamál. Hvað er eiginlega að mér?

Hvað er svo með hann Hrein Hjartahlý Rafauga Ingólf? Þarf hann að dreifa sér um alnetið eins og krabbamein? Er þetta eitthvað stærðfræðikennarakomplexasyndróm? Svona ó, nei, það má ekki blanda öllu saman, það verður að vera röð og regla. Hvílíkt og annað eins. Þrjár bloggsíður handa einum karlmanni. Kommon. Well, núna fáum við sem sagt einn fyrir þrjá:
a) Rafaugað ljóðræna
b) Heilasull um kennslufræði
c) Pólitík

Lifið í friði.