Gleðiganga og reiðifundur
Helginni er hægt að skipta í tvennt í Reykjavík:GLEÐI OG GAMAN
Gleðiganga með hommum, lellum, trönsum og öllum hinum sem taka þátt og nú vil ég biðja fólk um að hætta að röfla um hræsnina, mætið og verið glöð, það skiptir máli hvort sem alla hina dagana þú sýnir þessu málefni áhuga eða ekki. Þessi leiðindaómur um hræsnina gerir ekkert annað en að hefta baráttu hinsegin fólksins fyrir eðlilegum mannréttindum.
Gangan hefst klukkan tvö í dag, laugardag, á Hlemmi og fer niður Laugaveginn.
FRUSSANDI REIÐI (fundið að Fjallabaki):
Tónleikar, bíó og baráttufundur
Steinunn Gunnlaugsdóttir er 24 ára listamaður og róttæklingur. Hún var sakfelld fyrir mótmæli gegn stóriðju á Íslandi í desember 2006 og mun hún hefja afplánun dómsins 13. ágúst næstkomandi.
Sunnudagskvöldið 12. ágúst verður haldið baráttukvöld henni til stuðnings. Þar verður forsýnd heimildamyndin Viðfangið litla a sem byggir á ævi Steinunnar og verkum.
Að myndinni lokinni verða haldnir tónleikar þar sem koma fram hljómsveitirnar Morðingjarnir, Johnny and the rest og Retron og tónlistarmennirnir Pakku og The Diversion Sessions.
Atvinnumótmælendur verða á staðnum, halda uppi fjörinu og bjóða upp á veitingar. Ýmsir listamenn, pólitíkusar, merkilegt og hugsandi fólk hefur þegar boðað komu sína. Tónlist, óvæntir gjörningar er tengjast því fréttnæmasta í sumar og bíó. Ádeila og andóf er stuð!
Allt ókeypis málstaðnum til stuðnings.
Skemmtileg framtak sem vert er að veita athygli.
Dagskrá kvöldsins
20.30 Húsið opnar. Paku spilar, veitingar.
21.00 Forsýning á heimildamyndinni Viðfangið litla a
22.30 Tónleikar. Morðingjarnir, Johnny and the rest, Skátar og Retron.
http://www.myspace.com/frelsum_steinunni
Lifið í friði.
<< Home