12.8.07

minning um menn

Jaques Villeret var einn af mínum eftirlætisleikurum. Maðurinn minn gaf mér einu sinni miða í afmælisgjöf á leiksýningu sem skartaði honum í aðalhlutverki. Þegar við mættum á sýninguna voru allir ægilega alvarlegir og miður sín. Sýningin var felld niður vegna veikinda Mr. Villeret. Við fréttum síðar að hann hefði verið lagður inn á spítala vegna ofneyslu áfengis og lyfja. Og einhverju síðar var hann bara dáinn. Sisona.

Ég er með ofnæmi fyrir Bergman, því miður. Maðurinn minn hefur verið að reyna að fá mig til að horfa á svo sem eins og eina mynd í minningu hans, en ég hef enn ekki látið undan. Hann er nú dáinn. Sisona.

Hér getið þið séð Villeret taka Bergman, ég hef ekki hugmynd um það hver konan er:




Lifið í friði.