26.6.07

lopi

Ég er búin að fylla eina ferðatösku. Í henni eru skíðaföt, ullarpeysur, ullarnærföt, húfur, treflar, vettlingar og lopasokkar. Inn á milli fer áreiðanlega ein vínflaska. Ég þarf að muna að fara í búð. En skyndilega er ég farin að drullusjá eftir því að vera á leið til Íslands en ekki í sólarferð til Suður-Frakklands. Fór að rifja upp tjaldferðina okkar í fyrra, hitann og rólegheitin. Nenni ekki í rigningartjaldferð á Íslandi. Viljið þið lofa mér að það verði gott veður í júlí á Íslandi?
Ég ætla a.m.k. að vera ofsalega jákvæð líka og setja niður stuttbuxur, stuttermaboli og næfurþunna kjóla.

Stöng eða hankar? Stöngin er að vinna á, ég sá einmitt fína tvöfalda tréstöng í Ikeabæklingnum sem mér datt í hug að hægt væri að mála í skrautlegum lit, þetta baðherbergi er orðið ansi hvítt, nú þarf að koma litum að. Hingað inn skal minimalisminn aldrei koma.

Lifið í friði.