Alparnir
sól, snjór, lúffur í mismunandi stærðum eða engar lúffur, skíði sem dettur af í stólalyftu, engar raðir neins staðar, alltaf nýjar og nýjar brekkur og hver annarri skemmtilegri, yndisleg íbúð, góðir vinir, duglegir krakkar (hún á skíðum, hann á snjóþotu), fullt af góðu víni, fullt af bráðnum osti (þrátt fyrir daglega hreyfingu hefur frekar bæst á kílóin og það eru ekki bara vöðvar), beyglað hné í síðustu ferðinni síðasta daginn (moi, bien sûr), 3250 metra hæð (hef aldrei verið jafn hávaxin og get sagt ykkur að þetta kveikir í einhvers konar undarlegri löngun til að stefna enn hærra, get þó líka lofað ykkur að áfram verða notaðar lyftur, ég ætla mér engan veginn út í fjallaklifur sem er sport sem hefur tekið frá mér tvo unga menn), sól, snjór, sól, snjór, sól sól sól allan tímann.Ég er heppin kona þó ég staulist nú um hérna með verk í hné. Ferðin á slysavarðstofuna í gær var allt í lagi, fyndið að sitja í litlu herbergi í skíðaúlpunni með hóp sem hægt var að skipta í íþróttaiðkenndur annars vegar og vesalingar/fíklar hins vegar. Alveg hreint áreiðanlega í fyrsta skipti sem ég tilheyri íþróttahópnum svona ljóslega.
Það er margt að frétta en ég ætla ekki að láta neitt uppi um það ennþá. Bíðið spennt.
Sýningin er að hefjast og ég fer spenntur í leikhúsið, sagði maðurinn í mörg ár, minnir mig, á leikhússíðunni í Mogganum.
Nú verður það vinna. Sem betur fer frekar svona tölvuvinna næstu dagana, ég ætla mér að jafna mig hratt og vel í hnénu. Mark my words. Hratt og vel.
Lifið í friði.
<< Home