farin
Ég er farin í skíðaferð, fannst ég eiginlega verða að kveðja. Dæmigert að þegar maður er plöggaður af mun víðlesnari bloggara hefur maður engan tíma til að koma með snilldarfærslur um vandamál heimsins. Nei, ég hef bara svo voða voða lítinn tíma börnin mín, hver veit nema ég blási til byltingar við heimkomu, endurnærð eftir útiveru og fjallaloft? Hver veit? Ekki ég.Ekki láta ykkur leiðast í fjarveru minni. Verið umfram allt góð hvert við annað, kitlið hvert öðru undir handarkrikunum (þó ég verði nú að játa að ég er guðslifandi fegin að þurfa ekki að horfa upp á nágranna mína nakta, væri alveg til í að ganga um nakin sjálf enda alltaf sagt að það er hinna tap ef þeir sjá mig nakta, en vil helst að hinir séu í fötum, sérstaklega karlarnir, hef aldrei kunnað við djásnin lafandi á förnum vegi). Já, þetta var vísun í skáldið sem skrifar um Framtíðarlandið sitt. Farið þangað inn og lesið margt skemmtilegt, t.d. um hönnun og bændur. Gaman að því.
Lifið í friði.
<< Home