30.12.06

leið

Um leið og mig langar að skrifa það veit ég að það er alger óþarfi en þörfin er of sterk

ég er alfarið á móti dauðarefsingum

Ég held að íslensk lög kveði á um að slíkt sé ólöglegt og samt var mannfjandi tekinn af lífi með okkar samþykki samþykkið felst í okkar þáttöku í stríðinu er búið að taka það til baka? ég held ekki

Einhverjir valdakarlar hafa viðurkennt mistökin en vandræðin og viðbjóðurinn heldur áfram börn deyja á hverjum degi líka bandarísk börn sem hafa verið nörruð í herinn börn sem jafnvel eiga börn sem munu alast upp föðurlaus með köggul í hjartanu alla ævi

Sumir vilja meina að stríð séu órjúfanlegur hluti af lífinu að þau séu náttúrulögmál nauðsynleg fyrir einhverja dýnamík í efnahagslífinu eða eitthvað svoleiðis ég veit það ekki ég hef bara aldrei aldrei getað samþykkt þetta ekki einu sinni þegar ég var heimsk og ofvernduð táningsstúlka í Breiðholtinu man eftir rifrildum um þetta strax í menntó alltaf fundist inni í mér sem friður ætti að geta ríkt í heiminum

Kannski hef ég aldrei læknast af því að vera heimsk og ofvernduð vanþroska stelpuskjáta?

Franska þingið er á leiðinni að breyta stjórnarskránni ætla að bæta inn ákvæði gegn dauðarefsingum þar hvað segir okkar stjórnarskrá?

Lifið í friði.