bilun
Það er bilun að vera heima hjá sér með börnin í fríi í tvær vikur samfleytt. Og eftir að hafa eytt með þeim mánuði fyrir mánuði í fríi þar að auki. Ég er að verða gráhærð, reyndar í orðsins fyllstu því í gær kippti ég feitu, hörðu snjakahvítu hári af kolli mínum. Þetta er í annað sinn sem ég geri slíkt. Jú, ég veit að það getur verið voða smart að vera gráhærð gella en mér finnst ég samt of barnslega fögur í framan til að það geti farið mér.Þið verðið að fyrirgefa, ég get ekki notað broskarla, ykkar að átta ykkur á því hvenær ég er að gantast og hvenær mér er svartasta alvara.
Ég ætla að búa mér til hvítlauks-cayenne-engiferseyði og athuga hvort ég hressist.
Þar sem ég gleymdi alveg að plögga Ömmu Ruth fyrir jólin, geri ég það bara núna. Amma Ruth er lítil búð í heimahúsi í Sundunum. Þar fást alls konar bolla- og matarstell, kökudiskar, rjómaskálar og annað sem t.d. ungri konu eins og mig vantar oft sárlega. Allt antík og gott verð. Farið á tengilinn Ester í tenglalistanum mínum og þar finnið þið allt um Ömmu Ruth. Tilvalið í áramótagjafir, eða afmælisgjafir í janúar. Búðin er með þrælfína heimasíðu, fullri af myndum en ég hef ekki tíma til að setja tengilinn inn núna. Hann fer undir Lyst við fyrsta tækifæri.
Ég sendi inn svar við blómamynd Eyju í gær. Var ekki með rétt gisk. Mér er allri lokið og Eyja er komin með viðurnefni í huga mér.
Og lifið svo í friði.
<< Home