23.12.06

Gleðilega hátíð

Hvaða orð var aftur mest notað í útvarpinu í dag? Já, hugheilar. Hugheilar óskir. Árs og friðar. Þakkir fyrir hlýhug.

Gott að hlusta á jólakveðjur, áreiðanlega eitthvað jógavænt eða Feng Shui við það.

Ég vona að veðurguðirnir hætti að hrista litlu eyjuna í norðri. Vona að ykkur líði öllum vel, saman eða í sundur, stór, lítil, feit, grönn, rík eða fátæk. Að eitthvað hrærist innan í ykkur á jólanótt, að þið fáið bros og helst koss. Vona að friður ríki í kringum ykkur.

Takk fyrir góðar stundir.

Væmin og ekkert klæmin. Svona er þetta stundum.

Lifið í friði.