27.12.06

kalt

Það má París eiga, að þegar verður kalt þá er sko kalt. Varla hundi út sigandi, hvað þá börnum. Gvuði sé lof og dýrð fyrir DVD-tæknina og allt nýja dótið og vatnslitina.
Ég hefði líklega getað nýtt inniveruna í skrif og hugmyndavinnu en ligg þess í stað í sófanum með tölvuna og bölva bloggleti annarra. Alveg bakk í letinni.

Ég var að frétta af óléttu, það er gaman.

Ég var að frétta af nýrri vinnu vinkonu. Það er líka gaman.

Ég er ekki enn búin að fá myndagátuna, treysti á að hún hafi birst í laugardagsmogganum sem hefur enn ekki komið. Mér skilst að hún sé létt núna og er það miður, var alveg fáránlega létt í fyrra.

Jæja, best að leggjast aftur í leti, stara upp í loftið, spá í ekkert, spenna greipar, ropa kannski smá.

Lifið í friði.