18.12.06

ahhhh

Reyndar ekki alveg ah bú, en næstum því. Bæjarferðin var löng og strembin en gekk samt vel, glerkúlan mín hélst heil og inni í henni sönglaði ég blús og var með uppbrettar andans ermar og gekk í málið. Tók m.a.s. ákvarðanir og allt.
Keypti barn handa barninu mínu. Skoðaði fullt af börnum sem segja arrheu eða pissa eða hlæja eða grenja, sum svo ljót að manni er spurn, hver í fjandanum býr þetta til? og önnur svo falleg og í svo fínum fötum að mann langar mest að skipta sínum eigin horlekandi, marblettóttu krógum út fyrir þessi blóð- og hjartalausu undur.
Dóttir mín fær bláeygða (bláeyga?) dóttur, sú eina með brún augu var svertinginn Caramel, ægilega sæt en dýrari en sú með bláu augun! Og mér fannst það eitthvað svo hallærislega gervi open minded að kaupa svart barn.
Drengurinn fær Playmobil og kallinn fær inniskó sem ég kaupi á morgun því ég hikaði eins og bjáni í dag.
En ég er hetja! Og það var nú ekki alveg á búðunum að sjá að dótið væri búið, nóg til í BHV, alla vega.

Ég er í svo miklu jólaskapi að mig langar mest að halda jólin strax í dag.

Lifið í friði.

p.s. ég hélt mér því miður ekki alveg innan eyðslurammans. Er ég þá ekki alveg ekta?