15.8.06

þétting byggðar

Ef ég skil grein Landsvirkjunarmannsins um Kárahnjúkavirkjun er fyrirtækið hans nú að vinna gott starf í þéttingu byggðar... hjá heiðargæsum.
Er kannski málið að mynda eitt stykki góða almennilega stóra tjörn í Reykjavík, sökkva húsum í Kvosinni og sjá hvort fólkið tekur sér ekki bara bólfestu aðeins þéttar umhverfis nýja stærri og betri tjörn?

Það sem ég skil alls ekki í greininni er hvort Dettifoss er í minnstu hættu eða hvort það er bara helber lygi og alls ekki á dagskrá að hann hverfi.

Og varðandi næstsíðasta pistil: Ég man ekki hvort ég sá Wag the Dog. Bara get ekki munað það. Sem hlýtur að þýða að ég sá hana ekki. Man samt vel eftir plakatinu og er vön að bera mig eftir myndum með De Niro. Þess vegna er ég á báðum áttum.

Lifið í friði.