18.8.06

gleymdi nöfnu minni

Gleymdi að þakka nöfnu minni Ómarsdóttur fyrir titilinn á síðustu færslu. Titill á skáldsögu eftir hana sem ég hef ekki lesið en alltaf langað til þess út af titlinum.
Á gúgglinu komst ég að því núna áðan að bókin er til á frönsku, T'es pas la seule à être morte! Útgefandi Idées reçues og fæst bókin í öllum betri bókabúðum, m.a. Fnac en líka hinum fjölmörgu litlu búðum út um alla borg. Og fáist hún ekki er auðvelt að láta panta hana.
Ég veit þá a.m.k. núna hvað ég ætla að gefa tengdamömmu í jólagjöf. Hún á eitthvað erfitt með La cloche d'Islande, kannski er Kristín auðmeltari. Tengdamamma er reyndar orðin mikill aðdáandi glæpasagnahöfundarins okkar sem er akkúrat núna stolið úr mér hvað heitir. Ha, nú er ég komin með sniðuga keðju. Byrja næstu færslu á nafni hans og tala svo um eitthvað... nei, þarna kom það: Arnaldur Indriða heitir hann eins og þið vissuð líklega öll langt á undan mér en samt ekki þar sem ég er ekki enn búin að publisha færslunni svo þið hafið ekki enn lesið hana en samt núna. Hm. Nú fæ ég höfuðverk.

Lifið í friði.