11.4.06

ussusvei

Ég vissi ekki þá og veit ekki enn hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég heyrði þessa sögu um daginn:
Kona stýrir deild á stórum vinnustað í Reykjavík. Hún hefur nú í töluverðan tíma átt í mestu vandræðum með að fá fólk í vinnu, enda launin smánarleg á þessum tiltekna stað.
Um daginn var henni sendur nýr starfsmaður sem hún neitar að taka við. Hvers vegna? Nýi starfsmaðurinn er, eins og yfirmanneskjan orðaði það, "slæðukona".

Lifið í friði.