11.4.06

sviptingar

Það var nú meira svarflóðið þarna.
Þetta fór þannig að ghrafn fær annan Eiffelturn fyrir spurninguna sjálfa og Erna E. fær rauðvínsglas fyrir aukaspurninguna. Hstef var reyndar með helming svarsins við henni en það dugar ekki til.
Aukaspurningin var auðvitað lokahnykkurinn á þáttöku Woody í þessum leik og snúum við okkur nú að öðrum stjörnum um leið og við þökkum honum meðfylgdina.

7. Í hvaða mynd kyssast Audrey Hepburn og William Holden milli gosbrunnanna á Trocadéro-torginu undir flugeldalýstum himni 14. júlí hátíðahaldanna?
Aukaspurningin er hvað heitir þjóðhátíðardagur Frakka, 14. júlí, öðru nafni?

Lifið í friði.