5.4.05

púff

Páfanum tókst að hrökkva upp af sömu helgina og Sidaction var í fullum gangi. Sidaction er árleg söfnun og herferð gegn eyðni. Það var eflaust margt gott sem páfinn gerði þó ekki hafi ég fellt eitt tár yfir andláti hans.
Jóhannes Páll II var svo hrokafullur að voga sér að halda því fram að það væri ókristilegt að nota smokkinn. Ég get eingöngu séð hroka í slíku framferði hjá fólki sem veit hversu mikið vald það hefur á hug og hjarta stórra hópa í löndum sem eru fátæk og þar sem eyðnismituðum fjölgar með hverjum deginum.
Annars hef ég ekki kraft né vilja til að skrifa neitt á þessa síðu. Þakka langa og skemmtilega umræðu eftir síðasta pistil. Það má halda áfram að setja komment þar. Eða skamma mig fyrir að tala illa um látið fólk hér í þessum pistli.
Eða bara láta mig í friði þar sem strákurinn minn litli er búinn að gráta stanslaust í 24 klukkutíma og er sofandi núna og ég ætla að hoppa upp í ból, taka síma úr sambandi og reyna að ná að sofa öll korterin sem hann veltur vælandi út af þessa nótt (sem mér tókst ekki síðustu nótt). Líklega tanntaka en ég á samt að taka þvagprufu í rannsókn strax í fyrramálið.

Lifið í friði - en ekki í firði. Varð að setja þetta einu sinni þar sem yfirleitt skrifa ég fyrst Lifið í firði. Og núna þegar ég ætlaði að skrifa það kom Lifið í friði... hm...