27.3.05

Sorgum drekkt

Mér hefur alveg þótt það við hæfi að liggja í bók um kirkjugarðinn Père Lachaise á þessari hátíð dauða og upprisu.

Hér á eftir fer þýdd umsögn um veitingahúsið AU RETOUR DU PERE LA CHAISE úr bókinni LE PETIT GUIDE DE CHARONNE frá 1841:

Stórir salir, þægileg þjónusta og góðar veitingar. Nafn staðarins vísar til þess siðar Parísarbúa að slá strax, með hjálp guðaveiga, á sársaukann sem missir náinna veldur. Þannig, eftir að hafa vökvað leiði eiginkonu, vinar eða ættingja með tárum, er hægt að drekkja sorgum sínum glaðlega í glasi af víni. Þó þessi leið til hugfróunar sýni kannski ekki beint þeim látnu þá virðingu sem þeir ættu skilda, er hún í fullkomnu samræmi við léttleika frönsku þjóðarsálarinnar.

Skál!

Lifið í friði.