gaman að gefa
Það er svo gaman að vera með ferðalanga í París. Eins og að gefa þeim góða gjöf. París kemur flestum skemmtilega á óvart. Hún er hreinni en fólk bjóst við og þjónustulund hefur lagast heilmikið og alls staðar er töluð enska. Svo er París bara svo falleg og dásamleg. Og ekki skemma 18 gráðurnar sem voru vel þegnar í gær fyrir fólkið sem kom úr snjó og frosti í Reykjavík. Reyndar mun hiti fara lækkandi og hér rignir á köflum en ég á nú ekki von á snjóbyl.Allir erfiðleikar með börn og illa farnar íbúðir sýnast yfirstíganlegri þegar maður er farinn að gera eitthvað skemmtilegt og gefandi í bland.
Kári er með stóra blöðru á fingri eftir smá brunaslys í gær. Þeir sem þekkja mig vita að ég er mikilll brunasérfræðingur svo hann er í góðum höndum og ber sig vel þó ekki hafi verið auðvelt að róa hann niður í gær meðan mesti sviðinn gekk yfir.
Jæja, ég er að fara í gönguferð um Mýrina með þakkláta og káta Íslendinga.
Lifið í friði.
<< Home