29.1.05

hver er mamman?

Það skal alveg viðurkennast að ég hef stundum gaman að þeirri staðreynd að hlutverkaskiptingin á heimilinu er ekki samkvæmt Evrópustaðli.
Ég á verkfærakassann og ég nota verkfærin.
Maðurinn minn verslar mest í matinn og sér oft um hann. Þar er reyndar skipst á.
Ég sé nokkurn veginn alfarið um tauþvottinn, en karlinn um diskaþvottinn.

Hins vegar varð mér um og ó í gær þegar við komum að ráðhúsinu og ég sagði hátt og glaðlega við börnin: "Muniði þegar við mamma ykkar giftum okkur hér?" Ég var mjög fegin að engin vitni voru að þessu þarna í grenjandi rigningunni.

Lifið í friði.