22.9.04

menningarfælni

Takk fyrir innleggið svala amma. Það er einmitt mjög erfitt að henda reiður á þetta fyrirbæri bæði út af þessu snobbi og þessari leiðinda fælni sem margir hafa. Ég þekki nokkra sem eru svo ákveðnir í að allt sem gæti talist menningarlegt hljóti að vera leiðinlegt að þeir einmitt fara á mis við ýmislegt í lífinu. "Heimsbókmenntirnar" eru t.d. í útrýmingarhættu því það er svo menningarlegt að taka sig til og lesa þær, að sumir forðast það í lengstu lög, án þess að vita að ýmsar bókmenntir sem teljast til "heimsbókmenntana" geta verið bæði auðlesnar, fyndnar og spennandi sögur. Hvílík fásinna að leyfa ekki sjálfum sér að "neyta" hluta sem menningarsnobbliðið fílar. Hvílík fásinna líka að leyfa sér ekki að gagnrýna hluti sem menningarsnobbliðið fílar. Hér get ég t.d. nefnt David Lynch og kvikmyndina hans Mulholland Drive sem enginn kvikmyndagagnrýnandi í Frakklandi (og á Íslandi?) hélt vatni yfir. Ég var næstum því dáin á myndinni, svo mikið leiddist mér. Mér leiddist svo mikið að í huganum lagaði ég til í fataskápnum mínum, gekk frá öllum hreina þvottinum og eldaði súkkulaðiköku. Þegar ég kom heim var sama óreiðan og engin kaka, en...
"Menning rímar við kenning" og "I hate culture" eru líklega bestu setningarnar um þetta ósnertanlega fyrirbæri. Það væri líklega eins hægt að reyna að sálgreina marsbúana eins og að reyna að skilja þessi hugtök.
Lifið í friði.