15.9.04

erfitt

Hvað er átt við því að erfitt sé að vera Davíð núna? Af því að hann er veikur? Ég held að það sé erfitt að segja um það hvort það sé erfitt að vera hann veikur.
Ég veit um fólk sem er veikt og hefur ekki kost á læknisþjónustu, fólk sem horfir upp á börnin sín svöng og getur ekki gefið þeim að borða. Fólk sem heyrir sprengjur springa nálægt heimili sínu, og getur ekki flúið neitt annað.
Þó ég viti allt þetta, finnst mér stundum erfitt að vera til. Mér finnst til dæmis stundum erfitt að þurfa að bera börnin mín upp stigana heima, þau södd og sæl og heilbrigð, ég líka, íbúðin yndisleg og hrein og hlý, þau líka.
Erfitt er eitthvað sem erfitt er að mæla. Erfitt er mjög skrýtið orð, þegar maður endurtekur það oft. Ervitt.
Ég finn ekki mikið til með Davíð. Ég óska honum alls ekki að vera veikur, og vona að honum batni.
Lifið í friði og elskið erfittið ykkar, því það er kannski ekki svo erfitt eftir allt saman. Svo er lífið leiðinlegt þegar ekkert erfitt er í því.