14.9.04

draumóramanneskja

Ég veit að þið vitið öll að ég er draumóramanneskja, eða að ykkur finnst ég a.m.k. vera það. En ég er ekki svo langt leidd að ég segi ADIEU við Davíð. Ég veit að hann er ekki að fara langt, eins og ég benti á, og ég veit líka alveg jafnvel og þið hin að við eigum eftir að sjá hann í framboði til annarrar stöðu, sem hann sjálfur var að þykjast reyna að minnka niður í einhvers konar diplómatskrautstöðu en auðvitað ætlar hann að reyna að komast í hana einn góðan...
Annars er ég gersamlega andlaus þessa dagana. Friðartímarnir í Bagdad eru blóðugri en eldhúsið hennar ömmu var á sláturdegi í gamla daga, Rússar ætla ekki að rannsaka málið með börnin sem dóu, í Súdan deyr fólk ekki eitt, á McDonalds í miðborg Parísar er löng biðröð í hádeginu. Heimurinn er samur við sig.
Lifið í friði.