Það rignir og rignir og rýkur (af roki... veit að þetta er ekki rétt, en nenni ekki að segja vindarnir þeysa eða eitthvað álíka) og maður hefði trúað að maður væri staddur á Hellisheiðinni en ekki á Montmartre með túristana í morgun. En Íslendingar eru hugrakkt fólk og láta ekki rigniguna stoppa sig. Finnst hún kannski ekkert GÓÐ, en láta hana bara ekki stoppa sig. Enda þýðir það ekkert, mér finnst alltaf dálítið fyndið hvað Parísarbúar eru í raun hræddir við rigninguna, þeir hlaupa alltaf í skjól og fara helst ekki út og umferðin fer öll í hnút þegar rignir. Samt er þetta mikið úrkomusvæði og frekar algengt hérna. Man ekki tölurnar og nenni ekki að fletta þeim upp.
Það er kominn tími á alvöru sumar hérna. En nú þorum við varla að kvarta, af ótta við að hitinn rjúki upp í fjörtíu eins og í fyrra. Gamla fólkið situr að vísu með vatnsúðabrúsana sína sem Raffarin og ríkisstjórnin sendi þeim, og allar stofur í París státa af viftum sem rykfalla. Hafið þið prófað að þurrka af viftum? Það er leiðinlegt og erfitt og mæli með því að pakka þeim inn í plast þegar þær eru ekki í notkun. Mínar standa hér tilbúnar og rykfalla en það er auðveldara að gefa ráð en að fara eftir þeim.
Annars er ég eiginlega óviðræðuhæf þessa dagana þar sem ég hlakka svo til að fara til Danmerkur að það kemst lítið annað að í mínum litla kolli. Byrjuð að pakka í huganum þó ég og flestir sem þekkja mig viti að ég verð að láta ofan í tösku korteri áður en ég þarf að leggja af stað út á völl. Alltaf sama sagan hjá mér. Ákveð alltaf að vera nú tímanlega í pökkun en alltaf á síðustu stundu með það. Reyndar hef ég yfirleitt verið búin að þessu í huganum og því búin að flokka og ákveða svo þetta er svo sem aldrei neitt stórkostlegt mál og væri það alls ekki ef ég yrði ekki alltaf lifandi og gangandi kjarnorkusprengja rétt fyrir ferðalög. Hvæsi á alla sem yrða á mig og er hreint óþolandi. Þá er ég að einbeita mér að því að gleyma engu og enginn má trufla prinsessuna í því. Passinn, ökuskírteinið, gleraugun, þetta, hitt, tékk tékk tékk... það er erfitt að ferðast og sérlega vorkenni ég fólki sem þarf mikið að ferðast vinnunnar vegna. Held að í því felist mun meira stress og álag heldur en gleði yfir að uppgötva nýjan stað.
Það er gaman að uppgötva nýja staði. Hlakka til að uppgötva Óðinsvé með Emblunni minni litlu góðu. Og Hlédísinni minni sem ég hef ekki séð ógnarlengi. Og öllum hinum sem verða þarna þessa miklu helgi. Þekki Danmörku ógnarlítið fyrir utan Köben og auðvitað hið stórkostlega úthverfi Bröndby. Það er ein dönsk kona að mála á Montmartre og hún spurði mig hvert Norðurlandanna Íslendingum þætti vænst um. (hún talaði þessa frábæru skólabókadönsku sem ég skildi alveg þó ég svaraði henni mest á frönsku) ég svaraði auðvitað eins og versti diplómat að það væri Danmörk og þá brosti hún sjálfumglöðu brosi og sagði: Selvfölgelig!
Fred med jer!
9.7.04
flækt í netinu
Frakkland - la vie!
- PARÍSARDAMAN.COM - upplýsingar mínar um París á íslensku
- Ferðamálaráð Parísar
- Borgarvefur Parísar
- Sendiráð Íslands í Frakklandi
- Frakklandsferðir
- Myllan í Búrgúndý
- Hús í Provence og annað í Auvergne
- Ferðalangur.net
- Útlönd.is
- Ferðastofan.is
Önnur lönd
List
- Anaiki
- Bagga
- Embla Dís
- Hildigunnur
- Kurr í kólibrífugli
- Lóa
- Nornabúðin
- Parísarpési
- Rímorðaleitarvél
- Sigga Kvika
- Sólveig Anspach
- Svartfugl
- Sveitasæla
- Tregawött
Lyst
Vefrit
Móðir jörð
- Framtíðarlandið
- Íslandsvinir
- Landvernd
- Náttúruvaktin
- Hugmyndaflug
- Natturan.is
- Friður.is
- Saving Iceland
Bloggblokk
- Mikki vefur
- Bloglines
- Anna.is
- Arna Vala
- Arngrímur V
- Astasvavars
- Ármann
- Baldvin Kári
- Barbie
- Baun
- Bjarnarblogg
- Byltingarsinnuð Silja
- Chris
- Davíð
- DonPedro
- Dr Gunni
- Einn og átta
- Elías
- Elma veltir vöngum
- Erla Hlyns
- Erna
- Eyja
- EÖE
- Farfuglinn
- Ferðapabbi
- Fjallabaksleiðin
- gaa
- Gallblaðra
- Gen
- ghh
- Gurrí
- Gvendarbrunnur
- Halla
- Hanna litla
- Harpa fyrir vestan austrið
- Heiða
- Hildigunnur
- Hildur Snilldur
- Hnakkus
- Hofteigur
- Hólmfríður Mikka
- Hryssa
- Hugi
- Hugleir
- Hugskot
- Ingalvur
- Ingólfur
- Internetmamman
- Jón Lárus
- Kameljónið Birgitta
- Kókó
- Kristín
- Kristín Svava
- Linda dindill
- Ljúfa
- Maggi Ragg
- Málbein
- Már Högnason
- Nanna bístró
- Pezus heitir Hjörvar
- Prakkari Jón
- Púkinn
- Reykvísk sápa
- Rósa Rut
- Rustakusa
- Siggi Pönk
- Siggi Doktor
- Skrudda
- Sól á Íslandi
- Stebbi stuð
- Stefán
- Steinunn Þóra
- Stinningskaldi
- Sverrir
- Syngibjörg
- Tobbi tenór
- Tóta pönk
- Uppglenningur Group: Blogg fyrir blinda
- Uppglenningur Group: Ljósskáld
- Valur
- Vangaveltur
- Varríus
- Vélstýran Anna
- Væla veinólínó
- Þotustrik
- Þórdís
- Þórður
- Þórunn Gréta
- Örvitinn
Sites en français
Previous Posts
- Jæja, ég er komin aftur inn. Ekki búin að blogga l...
- Ég er að prófa þar sem síðasti pistill fór ekki in...
- Þetta er fyrir hana Dísudruslu sem bloggar líka. Þ...
- Ma og pa eiga 37 ára brúðkaupsafmæli í dag. Ef þau...
- Það er ýmislegt í íslensku þjóðarsálinni sem fer í...
- Margur verður af aurum api. Ég held að við getum ö...
- Ég er komin á hjól og með sæti aftan á fyrir dóttu...
- Ég fékk þetta svar í tölvupósti frá vinkonu og ley...
- HÚSMÓÐIR UM HÚSMÆÐUR Ég var að lesa grein um bók s...
- Af hverju má fólk ekki vera eins og það er? Mér de...
www.flickr.com
|
<< Home