8.7.08

spá og galdrar

Spáin segir skúrir með köflum.
Galdrakonan segir að Sólkonungurinn svíki hana ekki í dag (þó að hann hafi átt það til að vera fjarverandi þegar ég heimsæki hann).

Reyndar á ég fína regnkápu, verst að ég hálfskammast mín alltaf þegar ég er þúsund sinnum betur búin en ferðalangarnir sem fylgja mér. Því regnkápan mín er þúsund í það minnsta.

Blár Citroën fer í skoðun í dag svo hægt verði að ganga frá kaupum. Ég held að ég verði að teljast snillingur en segi ykkur betur frá því seinna. Farin að taka til rauðvín og osta. Þetta verður góður dagur. Þetta verður góður dagur. Þetta verður góður dagur.

Lifið í friði.