3.7.08

Paul

Ég efast um að ég þurfi að taka afstöðu mína í máli Paul Ramses fram.
Stundum efast ég um að rétt sé að ala börnin mín upp annars staðar en á Íslandi en stundum er ég óþyrmilega minnt á að það breytir í raun engu. Alls staðar sama pakkið við völd.
Héðan fer a.m.k. breiðþota á dag til einhverra af stríðs- og/eða hungurhrjáðu löndunum með fólk sem segist líklega munu deyja ef það verður skilið þar eftir. Hér eru stór skýli við flugvellina sem geyma fólk jafnvel vikum saman þar til þau komast upp í vél. Þetta er í raun orðið svo óhugnalegt ástand að maður ræður ekki við að hugsa um það.
Ég er í það minnsta ánægð með að Paul Ramses virðist ná að kveikja bál á Íslandi þó hann sé hvorki Lúkas né ísbjörn eins og hér er bent á.

Lifið í friði.