8.7.08

lekandi

Fukum dálítið til í nestispásunni en annars var þetta fínt. Regnkápan er þúsund, alveg eins og ég sagði. Ég fékk öfundaraugnaráð frá samferðafólkinu. Alveg eins og ég vissi.

Bíllinn fékk athugsemd um að það væri olía utan á mótor sem benti til leka. Bílakauparáðgjafinn minn segir að það sé eðlilegt. Þetta er jú Citroën. Ég kaupi hann víst samt.

Lifið í friði.