9.7.08

berlín eða kúpi

Það er ekki mjög hentugt að hafa mikið að gera þegar maður situr sveittur við þýðingu á illskiljanlegum skjölum.
Til dæmis er það ekki uppörvandi að vera eins og bjáni þegar hringt er í tryggingarnar út af "nýja bílnum" og geta ekki svarað grundvallarspurningu eins og þeirri hvort þetta er berline eða coupé. Ég veit alla vega að þetta er ekki break. Bílar eru tiltölulega leiðinleg fyrirbrigði, mengandi, hættulegir og dýrir. En samt svo nauðsynlegir. Held ég.

Ég hef ekki tíma til að hafa ekki tíma í þetta mál því það væri svo gott að vera laus við að þurfa að hugsa um þetta. Þarf hvort eð er að gerast.

Djöfull er ég leiðinleg. Farið út að leika. Mig langar í rjómatoffí.

Lifið í friði.