rólega vikan
Rólega vikan er samt einhvern veginn bissí. En í dag er ég nú bara bissí í dekrinu, fyrst verð ég lituð hvíthærð aftur og svo tekur osteó-hnykkjarinn mig og vindur upp á mig og lætur braka í öllum liðum og ég verð eins og ný manneskja þegar ég tek á móti fólki í mat í kvöld. Mig langar að spyrja hvað ég á að hafa í matinn, en ég mun ekki kíkja á svörin fyrr en ég verð komin heim með gróseríið - djók, matinn svo ég hlífi ykkur. Ætli ég reyni ekki að fá glænýjan fisk og fullt af grænmeti?Ég er búin að ákveða að henda lúsugu myntunni minni, sem ég ræktaði stolt á eldhúsborðinu. Ég sem var orðin alger sérfræðingur í líbönsku tabúle:
Fullt af ferskri myntu þvegin og söxuð smátt með hníf eða skærum
Fullt af ferskri steinselju þvegin og söxuð smátt með hníf eða skærum
Ætli þetta séu ekki svipuð búnt þar og hér? Ca eitt búnt af hvoru.
3 tómatar teknir og skornir í örfína teninga. Það má alveg hafa innvolsið með, en flottast er þó að tæma þá af því m.þ.a. skera þá í tvennt og taka innan úr þeim með skeið. Skera svo hitt í fína teninga.
Vorlaukar, nokkur stykki teknir og saxaðir mjög smátt (ég nota rafmagnstæki).
Sjóða á meðan þú stússast með grænmetið eina væna lúku af búlgúr eða cous cous korni eftir leiðbeiningum.
Þessu er blandað saman og vætt vel í með góðri ólífuolíu og sítrónusafa. Má salta og pipra ef óskað er. Salatið á að vera mjög grænt. Enda er slíkt alltaf vænt.
Lifið í friði.
<< Home