20.6.08

heimski tannálfurinn og breytingar á fjárlögum

Nú kom hann með peninginn, en tók ekki bréfið sem hún hafði skrifað honum, það tek ég alfarið á mig, var örugglega ekki alveg að hlusta á hana þegar hún sagði mér að hún hefði skrifað bréf til hans, ég var nefninlega ógurlega upptekin af því að vorkenna sjálfri mér í gær.

Það er búið núna. Ég ætla að redda þessu máli, hvernig sem ég fer að því og ef lykillinn finnst einhvern tímann verður hann bara settur í minningakassann og hlegið að sögunni síðar.

Hvernig fer fólk að sem þjáist af sjálfsvorkunn og vonleysi út í eitt, jafnvel árum saman? Ég er alveg búin eftir einn svona dag.
Verst að þetta var einmitt fyrsti svona alvöru náðugi dagurinn sem ég hef átt lengi. Hlusta á útvarp, lesa blöðin í rólegheitum og án samviskubits, leggjast í freyðibað. Alltaf lá lykilhelvítið yfir eins og skuggi. Ég heiti því að eiga annan svona náðugan dag fljótlega, ég finn hvernig áreiti ferðalanga er að hjaðna og júlí verður að öllum líkindum nokkuð daufur. Hann skal nýta í skriftir og hugleiðingar, og átti að blanda inn í það framkvæmdir á heimilinu, en þeim verður kannski frestað um óákveðinn tíma og keyptur nýr bíll, ætli verð á blikkbeljum sé ekki að hrynja hér eins og þar?

Lifið í friði.