26.6.08

Rólega vikan, einmitt það já. Það tekur bara heilmikið á að dekra við sig og hlúa að vinum og sambandinu við þá. Þó að vikan hafi hafist á loforði um að hætta að drekka hef ég skálað á hverju kvöldi.
Svo er ég líka alltaf einhvern veginn í vinnunni. Tilboð fyrir haustferðir, göngutúrar og sitthvað smálegt. Ég breyttist t.d. skyndilega í týpuna sem talar í farsíma á hjólinu sínu. Reyndar stoppaði ég um leið og það var hægt, en símtalið var ægilega mikilvægt og gat ekki beðið. Ég er sem sagt mjög mikilvæg. Það er og. (Hvaða skrípi er þessi "setning", hvaðan kemur hún?)

Ég þarf að fara út úr húsi eftir 20 mínútur og ligg enn í rúminu. Hættið að trufla mig, rekið mig fram úr, hafragrautur í örbylgjuna á meðan ég skola ilmolíuna úr hárinu og kæli mig aðeins niður. Svo úða ég grautnum í mig um leið og ég klæði mig í hörbuxur og stuttermabol. Svo er ég rokin. Og núna hef ég 18 mínútur.

Lifið í friði.