7.6.08

kostur við aðgerðarsinnana

Þó eilíf verkföll kennaranna fari stundum í taugarnar á mér, er ég yfir mig ánægð með sönginn sem þau láta börnin æfa fyrir skólaslitin. Dóttir mín varaði mig við því fyrir nokkrum dögum að þau myndu segja dónaleg orð, en það væri í laginu og þau mættu segja þau þar. Nú er ég farin að heyra brot og brot úr söngnum sem þau eru að æfa. Hann fjallar um að jörðin gráti og sé jafnvel að deyja og allt sé það til þess að fávitar geti makað krókinn. Líklega er bara ágætt að láta aðgerðarsinna sjá um börnin sín á daginn, þó það sé ekki alveg alla dagana. Allt er skárra en sinnuleysi og uppgjöf.

Lifið í friði.