svona græja til að merkja dót
Einu sinni var til svona græja til að merkja dót heima hjá mér. Þetta var forláta gripur með skífu með stafrófinu (ekki íslenskir stafir þó) og með harmkvælum gat maður "tikkað inn" nöfnum eða orðum sem greyptust inn í borða sem hægt var að líma á allt mögulegt og ómögulegt. Þarna merktum við systur ísskáp (reyndar ískáp), eldavél, þvottavél og annað sem nytsamlegt var að geta borið kennsl á án þess að þurfa að einbeita sér við að skoða tækin of nákvæmlega (nei, ókei, ég er að ljúga en sagan er góð engu að síður). Með þessu var hægt að merkja dót sem gat farið á flakk (skíðastafir o.fl. fyrir skólafrí) og takka á tækjum sem merkingar höfðu máðst af. Límið í þessu var sterkt og gott, ég man að ég vildi ná þessu af einhverju sem ég hafði merkt svona í djóki (ískáp - nei, ókei, aftur lygi, líklega vasadiskóið mitt eða eitthvað slíkt) og það gekk mjög illa. Þá gerði ég mér grein fyrir staðreynd sem ég hef oft staðið frammi fyrir síðan: það er til lím og það er til LÍM.Mig vantar svona. Hvað heitir það? Er þetta ekki örugglega til ennþá?
Lifið í friði.
<< Home