4.6.08

börnin gleymdust

Ég fékk faðmlag í tölvupósti frá úrsmiðsdótturinni með fimu fingurna (af því pabbi hennar er úrsmiður).

Ég var að átta mig á því að maðurinn minn er að vinna allar helgar í júní. Það er ég líka að gera. Börnin þurfa pössun. Það er eitthvað stórt að heilanum í okkur báðum, höfðum einhverra hluta vegna ekki tengt líf okkar tveggja og svo barnanna saman. Ég hef virkilega tekið mig á og er hætt að láta litla skrifaða lista liggja á víð og dreif um heimilið án þess að þeir séu færðir inn í i-cal. I-cal er flott dagatalaprógramm. Hins vegar þarf ég kannski að lita alla daga appelsínugula utan skólatíma svo ég muni að ég ber víst ábyrgð á tveimur börnum.

Lifið í friði.