7.4.08

vikan og snjórinn

Eftir skemmtilega en erfiða helgi, djamm og nám til skiptis, hefst vikan sem ég hef lengi beðið eftir. Allir dagar stútfullir frá og með morgundeginum fram á sunnudagskvöld. 2 Versalaferðir, skólaheimsóknir, gönguferðir o.m.fl.

Í nótt vaknaði ég við rokið um kl. 3, eftir hálftíma fór ég fram að fá mér vatnssopa og verður litið út um gluggann. Ég trúði ekki mínum eigin augum, allt hvítt. Vorið sem sagt kom og fór. Mér hrýs hugur við tilhugsun um lautarferðirnar í Versölum. En það á víst að hlýna aftur strax í dag. Þar sem ég er jákvæð að eðlisfari, held ég mínu striki.

Lifið í friði.