góðar fréttir
Um daginn dró ég óforvarendis góðar fréttir upp úr manneskju sem eyðir mjög miklum tíma í að barma sér og kvarta.Það er ótrúlega magnað hvernig sumir ná stanslaust að einbeita sér að því neikvæða og virðast jafnvel hreinlega vera að fela hið jákvæða, t.d. með því að segja ekki frá því í óspurðum fréttum.
Stundum líður mér eins og ég hafi það óhugnalega gott, allt í kringum mig eru veikindi og vesen, jafnvel sár sorg, en hér leikur allt í lyndi (fyrir utan helvítis námið en þar sem ég ákvað sjálf að fara í það voga ég mér ekki að kvarta, kvarta ég annars nokkurn tímann yfir því?), allir eru hraustir, ást og almenn lífsgleði ríkjandi á heimilinu.
Gott getur verið að muna að til er fólk sem hefur fest sjálft sig í hjólfari kvartana og kveins og kannski þurfi ekki að taka það neitt of alvarlega. En það getur þó stundum verið ansi erfitt.
Mínar góðu fréttir í dag: Ég fann leið sem gæti dugað til að kveikja ljósið í náminu í gær, ég sá að ég á absolútt að lesa aftur og vandlega yfir glósur úr tímum sem fyrst. Nú þarf ég bara að finna tímann til þess.
Ég er farin út að vinna, jibbí jibbí jei.
Lifið í friði.
<< Home