2.4.08

MYNDLIST - varúð auglýsing enn og aftur!

Nína Gautadóttir sýnir í SartArt, Laugavegi 12b, 101 Reykjavík

Opnun: fimmtudaginn 3. apríl 2008 kl. 17

Sýning Nínu samanstendur af safni á 2300 myndum sem hún hefur haldið til haga frá árinu 1988 og eru sýnd með myndvarpa. Verkin eiga það sameiginlegt að sýna rauðhærðar konur í myndlist.

Á 16. og 17. öld voru um 20.000 konur í Evrópu brenndar fyrir galdra. Rauðhærðar konur voru oft dæmdar fyrir að hafa verið í tygjum við Satan. Logar vítis áttu að hafa litað hár þeirra. Hér á landi voru 20 karlmenn og ein kona brennd á báli fyrir galdra, þá mest á Vestfjörðum.
En myndir Nínu eru þó ekki af galdrakonum, heldur af rauðhærðum konum eins og listamennirnir túlkuðu þær hver á sínum tíma, allt frá forn-Egyptum og fram á okkar dag.

Sýningin stendur yfir frá 3. til 13. maí 2008

Lifið í friði.