aperitif
Ég sit hér með börnunum (já, blogga í beinni, er það ekki nokkuð lamað?) og við erum að fá okkur aperítíf. Ég fékk mér hvítvín og þau fengu glærvatn og svo erum við með nornahattana (bugles) sem ég keypti í búðinni um daginn (muna að fara alltaf svöng að versla þá kaupi ég alltaf svo gott gott) og hnetur og rúsínur.Við skáluðum en sonur minn neitar að taka þátt í því. Nú vandast málið, ekki er auðvelt að átta sig á því hvaðan drengurinn hefði skálunarfælni. En þetta stemmir við það sem ég upplifði á meðgöngunni, gat varla lyktað af víni, hvað þá komið því inn fyrir mínar varir (og gvuð veit ég reyndi) ólíkt því þegar ég gekk með stúlkuna og gat alveg legið í því ef þannig lá á mér, eða alla vega drukkið eitt, þrjú glös á góðu og löngu kvöldi.
Eina smugan væri að þetta kæmi frá föðurafanum, hann er mikill hófsemismaður á vín.
Lifið í friði.
<< Home