25.4.08

sænska þemað

Í gær fór ég hálfa leið til Svíþjóðar á leið frá flugvellinum. Ég kom nefninlega við í IKEA og birgði mig upp af síld, rauðkáli, sætsúrum gúrkum, piparrótarsósu, kjötbollum og kavíar úr túbu, en það er dálítið sjúkt miðað við að hér fæst hið gómsæta grískættaða "tarama" í öllum venjulegum verslunum.
Hádegisverðurinn var síld, egg, kartöflur, rauðkál og smá afgangur af hrísgrjónum. Ég er búin að vera sérstaklega gáfuð síðan.

Svo keypti ég líka púnsrúllur og er búin að láta mig dreyma um eina slíka síðan ég vaknaði í morgun. Loksins er að koma kaffitími! Ég hugsa að rautt te fari vel við grænu púnsrúlluna.

Lifið í friði.